Enski boltinn

Nýráðinn stjóri Chelsea leiðist félagaskiptamarkaðurinn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sarri á sínum fyrsta blaðamannafundi í dag.
Sarri á sínum fyrsta blaðamannafundi í dag. vísir/getty
Maurizio Sarri, þjálfari Chelsea, sat fyrir svörum á sínum fyrsta blaðamannafundi Chelsea í gær en hann var ráðinn þjálfari liðsins á dögunum.

Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð nokkura lykilmanna Chelsea. Þeir Eden Hazard, N’Golo Kante og Thibaut Courtois hafa verið mikið orðaður burt frá félaginu en Sarri er með skýra stefnu hvað þetta varðar.

„Auðvitað viljum við halda okkar bestu leikmönnum. Það er það sem allir þjálfarar vilja og það er það sem öll félög vilja,” sagði Sarri á sínum fyrsta blaðamannafundi sem stjóri Chelsea.

„En svo þurfum við bara að sjá hvernig leikmannaglugginn þróast á næstu dögum. Ég er meira þjálfari á vellinum en einhver framkvæmdarstjóri. Ég held að ég sé einn af fáum þjálfurum sem leiðist félagsskiptaglugginn.”

„Ég vil ekki tala um félagskiptamarkaðinn og ég er ekki áhugasamur um hann. Í mínum huga er starf okkar sem þjálfara að bæta þá leikmenn sem fyrir eru.”

Sarri sagði þó að hann væri áhugasamur um að bæta við leikmönnum á miðsvæðið til að geta spilað þann leikstíl sem hann vill spila.

„Ég get ekki nefnt nein nöfn því ég veit ekki hvaða leikmenn þetta eru. Ég talaði við félagið og sagði að það vantaði ákveðin gæði til þess að spila á ákveðna vegu.”

„Í enda félagsskiptgaluggans þá verður það í mínum verkahring að segja til um hvernig best sé fyrir þennan leikmannahóp að spila. Ég verð aðlagast Chelsea og leikmönnunum sem eru fyrir,” sagði Sarri að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×