Körfubolti

Ömurlegur fyrsti leikhluti varð strákunum að falli

Anton Ingi Leifsson skrifar
Strákarnir hlýða á þjóðsönginn.
Strákarnir hlýða á þjóðsönginn. vísir
Íslenska karlalandsliðið í körfubolta skipað leikmönnum tuttugu ára og yngri tapaði í kvöld fyrir Þjóðverjum í 16-liða úrslitum A-deildar á EM.

Ömurlegur fyrsti leikhluti gerði það að verkum að á brattann yrði að sækja fyrir okkar stráka. Þeir töpuðu leikhlutanum með 24 stigum og eftir það var á brattann að sækja.

Staðan var svo 44-25 fyrir Þýskaland í hálfleik en okkar strákar sóttu aðeins í sig veðrið í síðari hálfleik. Munurinn að endingu varð fjórtán stig, 77-63, fyrir heimamönnum í Þýskaland.

Íslenska liðið spilar því um sæti níu til sextán í A-deildinni en Árni Hrafnsson var stigahæstur hjá Íslandi með sautján stig. Næstur kom Bjarni Jónsson með sextán stig.

Ísland spilar við Úkraínu annað kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×