Enski boltinn

Liverpool staðfestir kaupin á Alisson

Anton Ingi Leifsson skrifar
Alisson kynntur til leiks í dag.
Alisson kynntur til leiks í dag. vísir/getty
Liverpool hefur gengið frá kaupum á markverðinum Alisson en félagið staðfesti þetta í kvöld.

Kaupverðið er 67 milljónir punda en þetta hefur legið í loftinu undanfarnar vikur og bárust fréttir í dag að Alisson væri kominn til Englands.

Samningurinn er til langs tíma en ekki er gefið upp hversu langur hann er.

„Ég er mjög ánægður. Þetta er draumur fyrir mig að fá að klæðast treyjunni hjá eins virtu félagi og félagi af þessari stærðargráðu. Þeir eru vanir að vinna,” sagði Alisson við komuna til Liverpool.

Hann var aðalmarkvörður Roma á síðasta ári en hefur verið í herbúðum Roma frá því 2016. Hann er aðalmarkvörður Brasilíu og stóð vaktina í marki liðsins á HM í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×