Fótbolti

Andri Rúnar skoraði sigurmarkið gegn toppliðinu

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Andri Rúnar er hann gekk í raðir Helsingborg.
Andri Rúnar er hann gekk í raðir Helsingborg. vísir/helsingborg
Andri Rúnar Bjarnason tryggði Helsingborg sigur á Falkenbergs í toppslag sænsku B-deildarinnar í fótbolta í dag.

Heimamenn í Falkenbergs komust yfir snemma leiks með marki frá Robin Ostlind áður en Mamundo Moro jafnaði fyrir Helsingborg og allt jafnt þegar liðin gengu til hálfleiks.

Chisom Egbuchulam kom Falkenbergs aftur yfir snemma í seinni hálfleik.

Á 66. mínútu fékk Helsingborg víti. Andri Rúnar fór á punktinn og jafnaði metin. Hann skoraði svo sigurmarkið sex mínútum síðar.

Með sigrinum minnkaði Helsingborg forskot Falkenbergs á toppi deildarinnar niður í tvö stig þegar bæði lið hafa spilað 15 leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×