Fótbolti

Svona skildu Japanir við klefann eftir grátlegt tap

Anton Ingi Leifsson skrifar
Lukaku fagnar meðan Kagawa liggur gráti næst á vellinum.
Lukaku fagnar meðan Kagawa liggur gráti næst á vellinum. vísir/getty
Japanir eru úr leik á HM í knattspyrnu eftir grátlegt tap gegn Belgum í dramatískum leik í 16-liða úrslitunum í gærkvöldi.

Japanir komust í 2-0 og voru í góðum málum. Belgarnir snéru þá leiknum sér í vil og sigurmarkið kom úr skyndisókn sem var síðasta sókn leiksins.

Japanir hafa þó unnið hug og hjörtu þeirra sem sjá um HM og þeir bættu enn einni rósinni í hnappagatið eftir leikinn í Rostov í gærkvöldi.

Þegar starfsmenn leikvallarins komu inn í klefann eftir að Japanir voru farnir bjuggust þeir væntanlega við að þurfa þrífa vel og lengi eins og eftir flest við.

Það varð ekki raunin. Það var ekki eitt gras á gólfinu og búið að ganga frá öllu rusli svo klefinn var algjörlega hreinn. Það var síðan miði sem stóð á Takk fyrir á rússnesku.

Frábær framkoma hjá Japan en klefann eftir leikinn má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×