Erlent

Engir Nóbelstónleikar í Ósló í ár

Atli Ísleifsson skrifar
Zara Larsson og John Legend komu fram á Nóbelstónleikunum í Ósló í lok síðasta árs.
Zara Larsson og John Legend komu fram á Nóbelstónleikunum í Ósló í lok síðasta árs. Vísir/EPA
Ekkert verður af tónleikum í tengslum við afhendingu friðarverðlauna Nóbels í norsku höfuðborginni Ósló í ár. Norska Nóbelsstofnunin segist í yfirlýsingu  vilja endurskoða fyrirkomulag tónleikanna.

Nóbelstónleikarnir í Noregi voru fyrst haldnir árið 1994. Í yfirlýsingunni segir að breyttar venjur og fjölmiðlanotkun almennings hafi orðið til þess að sífellt erfiðara hafi orðið að fjármagna tónleikana. Nýta eigi næsta rúma árið til að endurskoðunar og hugsa hvernig best sé koma tónleikunum í nútímalegra horf. Er vonast til að þeir verði aftur á dagskrá 2019, þá með breyttu sniði.

Margir af vinsælustu tónlistarmenn heims hafa lagt leið sína til Ósló á hverju ári til að koma fram á tónleikunum. Er markmiðið með tónleikunum að vekja athygli á og koma upplýsingum á framfæri um friðarverðlaunin.

Á síðustu Nóbelstónleikum í Ósló komu meðal annars fram þau John Legend, Zara Larsson og Lucas Graham.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×