Lífið

Aðeins 48 klukkustundir að reisa hundrað fermetra hús með þrívíddarprentara

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ótrúlegt að sjá.
Ótrúlegt að sjá.
Þrívíddarprentun er að verða mjög háþróuð tækni og er stuðst við slíka tækni við allskonar verkefni.

Eitt af þeim er bygging húsa en vefurinn Mashable sýnir hvernig hægt er að prenta 100 fermetra hús á um 48 klukkustundum með þessari mögnuðu tækni.

Húsið var reist á byggingarstaðnum sjálfum í borginni Mílanó á Ítalíu og var prentarinn aðeins í gangi í tæplega fimmtíu klukkustundir. Aftur á móti tók viku að klára verkið þar sem þrívíddarprentarinn var notaður með hléum.

Sérstöku tjaldi var komið fyrir yfir byggingarstaðnum til að vernda húsið.

Útkoman mögnuð eins og sjá má.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×