Enski boltinn

Forsíður ensku blaðanna: Loksins, loksins!

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Englendingar fagna
Englendingar fagna vísir/getty
Mikil gleði ríkir í Englandi í kjölfarið af góðu gengi enska karlalalandsliðsins sem er komið í 8-liða úrslit á HM í Rússlandi eftir sigur á Kólumbíu í vítakeppni í gær.

Ensku dagblöðin eru vitanlega uppfull af umfjöllun um leik gærdagsins og hirða ensku hetjurnar allar forsíður dagsins.

Flestar forsíðurnar gera mikið úr því að loksins hafi England unnið vítaspyrnukeppni en þetta var í fyrsta skipti í sögu HM sem England vinnur vítaspyrnukeppni og í fyrsta sinn í 22 ár sem England vinnur vítaspyrnukeppni á stórmóti en liðið vann vítakeppni á EM 1996.

Aukinheldur hefur Englandi gengið afleitlega í útsláttarkeppnum stórmóta undanfarin ár en þetta var fyrsti sigur liðsins í útsláttarkeppni í tólf ár.

Enskum fjölmiðlum hefur gjarnan verið legið á hálsi fyrir gagnrýna og oft á tíðum ósanngjarna umfjöllun um enska liðið en eins og sjá má á myndum sem fylgja þessari frétt ríkir nú mikil gleði á Englandi.


Tengdar fréttir

Englendingar unnu loks í vítaspyrnukeppni

Englendingar unnu vítaspyrnukeppni á HM í fyrsta skipti í sögunni og unnu leik í útsláttarkeppni í fyrsta skipti í tólf ár þegar þeir mættu Kólumbíu í 16-liða úrslitum á HM í Rússlandi.

Pickford: Vissum við myndum vinna þótt við færum í vítakeppni

England vann sína fyrstu vítaspyrnukeppni á HM í sögunni í kvöld. Jordan Pickford var hetja dagsins er hann varði frá Carlos Bacca í síðustu spyrnu Kólumbíu. Eric Dier skoraði svo úr síðustu spyrnu Englendinga og tryggði sigurinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×