Fótbolti

Eiga enn eftir að læra nafnið hans Hannesar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hannes Þór Halldórsson.
Hannes Þór Halldórsson. Mynd/Twitter/FKQarabagh
Hannes Þór Halldórsson samdi í gær við aserska félagið Qarabag og spilar nú með félagið sem hefur sett stefnuna á það að spila annað árið í röð í Meistaradeildinni.

Qarabag býður Hannes velkominn á samfélagsmiðlum félagsins en menn þar á bæ eru ekki alveg búnir að læra nafnið á nýja markverði sínum.

Þeir reyna samt við íslenskuna og segja „Velkominn“ fyrir ofan mynd af Hannesi í markmannsbúningi Qarabag. En svo er komið að því að skrifa nafn íslenska markvarðarins.

Qarabag býður nefnilega Hannes Tur Halldorsson velkominn til félagsins. Auðvitað gæti Tur verið borið fram sem Þór á  asersku. Þór er vanalega skrifaði sem Thor á erlendum tungumálum.

Hvort sem það er eða ekki þá kemur þetta svolítið fyndið út fyrir okkur Íslendinga eins og sjá má hér fyrir neðan.





 

Hannes er mjög ánægður með að fá að prófa nýtt ævintýri á framandi stað eins og kom fram í viðtali við hann í morgun.

Hannes mun búa í Bakú við Kaspíahaf og þar mun örugglega fara mjög vel um okkar mann og fjölskyldu hans.

Miðað við frammistöðu Hannesar Þórs með Randers og íslenska landsliðinu á síðustu árum verður íslenski landsliðsmarkvörðurinn örugglega mjög fljótur að skapa sér rétt nafn hjá stuðningsmönnum og forráðamönnum Qarabag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×