Lífið

"Snýst allt saman um tilfinningasveiflur í ástarsambandi“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Gyða Margrét er að vinna að smákífu sem kemur út á næstunni.
Gyða Margrét er að vinna að smákífu sem kemur út á næstunni.
Gyða Margrét er ung söngkona frá Mosfellsbæ sem er að vinna í sinni fyrstu smáskífu þessa dagana. Platan mun innihalda sex lög en hvert lag verður gefið út með þriggja vikna millibili þangað til platan verður klár. Nú þegar eru þrjú fyrstu lög hennar aðgengileg á Spotify undir listamannsnafninu Gyda.

„Ég hef verið að semja og koma fram síðustu ár og einnig stundað nám við meðal annars FÍH en ekkert verið að semja og gefa út tónlist af viti fyrr en núna,“ segir Gyða Margrét Kristjánsdóttir en hún vinnur lögin með Fannari Frey Magnússyni.

„Ég og Fannar þekktumst í rauninni ekki neitt fyrir hálfu ári en vorum þó saman í tímum í FÍH. Eitt kvöldið fékk ég skilaboð frá honum þar sem hann spurði hvort ég væri til í að syngja lag eftir sig í Söngvakeppni Sjónvarpsins 2018. Mér fannst það spennandi og eftir það ævintýri kom sú hugmynd upp að prófa að gera nokkur lög saman og við ákváðum að fara að hittast og semja.“

Hún segir í kjölfarið hafi hún ákveðið að gefa út sex laga plötu.

„Það er búið að vera mjög krefjandi en ótrúlega lærdómsríkt að semja, taka upp og klára lög innan svona tímaramma eins og við settum okkur og líka ákveðin spenna sem fylgir því að gefa út nýtt lag á þriggja vikna fresti og að hafa svona markmið og ákveðna pressu á sér.“

Gyða segir að lögin séu öll frekar ólík en samt alltaf með sama undirtón og þau tengjast þau öll textalega séð.

„Þar sem þetta er snýst allt saman um tilfinningasveiflur í ástarsambandi og í raun þá lögin öll um eitt ástarsamband. Hugmyndin er svo að öll sex lögin myndi ákveðna heild en lok sögunnar koma ekki í ljós fyrr en síðasta lagið kemur út og þess vegna þarf fólk að fylgjast með. Enda er frekar kúl að þau tengist og fólk geti þar af leiðandi hlustað á þau sem söguheild.“

Hér má hlusta á þau lög sem nú þegar eru komin út með Gyðu.

Instagram

Facebook








Fleiri fréttir

Sjá meira


×