Innlent

Eyjafjarðarsveit auglýsir eftir sveitarstjóra

Kjartan Kjartansson skrifar
Skrifstofur sveitarfélagsins Eyjafjarðarsveitar.
Skrifstofur sveitarfélagsins Eyjafjarðarsveitar. Eyjafjarðarsveit
Sveitarfélagið Eyjafjarðarsveit hefur auglýst starf sveitarstjóra laust til umsóknar. Umsóknarfrestur er til og með 29. júlí.

Um þúsund manns búa í Eyjafjarðarsveit en sveitarfélagið varð til árið 1991 með sameiningu þriggja hreppa sunnan Akureyrar, Hrafnagilshrepps, Saurbæjarhrepps og Öngulsstaðahrepps.

Í auglýsingunni fyrir sveitarstjórastöðuna kemur fram að sveitin sé eitt öflugasta landbúnaðarhérað landsins, ferðaþjónusta sé ört vaxandi og miklar framkvæmdir séu um þessar mundir í íbúðabyggingum í sveitarfélaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×