Lífið

Setti ótrúlegt heimsmet í pylsuáti

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Ótrúlegur afreksmaður í atvinnuáti.
Ótrúlegur afreksmaður í atvinnuáti. Vísir/Getty
Fái eru jafn góðir í því að borða pylsur á sem skemmstum tíma og atvinnuátvaglið Joey Chestnut. Í gær varði hann bandaríska meistaratitilinn í pylsuáti.

Ekki nóg með það sló Chestnut eigið heimsmet en alls hesthúsaði hann 74 pylsum og brauðum á tíu mínútum. Fyrra metið var 73 og hálf pylsa á sama tíma sem Chestnut setti árið 2016.

Fáir komast með tærnar þar sem Chestnut hefur hælana þegar kemur að pylsuáti en þetta var ellefti titill Chestnut á tólf árum. Er hann efstur á lista Major League Eating yfir atvinnuátvögl.

Enginn átti roð í hann á meistaramótinu sem haldið var í gær í New York en Carmen Cincotti var í öðru sæti með 63 pylsur í maganum og sá næsti borðaði 43 pylsur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×