Enski boltinn

Brasilískur bakvörður í Brighton

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Brasilíski bakvörðurinn Bernardo
Brasilíski bakvörðurinn Bernardo vísir/getty
Brasilíski bakvörðurinn Bernardo hefur gert fjögurra ára samning við enska úrvalsdeildarliðið Brighton en hann kemur til liðsins frá RB Leipzig í þýsku Bundesligunni.

Þessi 23 ára gamli hægri bakvörður þekkir ekkert annað en að spila fyrir Red Bull þar sem hann hóf feril sinn hjá Red Bull Brasil í heimalandinu. Þaðan færði hann sig um set til Austurríkis þar sem hann lék fyrir Red Bull Salzburg.

Hann hefur svo leikið með RB Leipzig undanfarin tvö tímabil og spilaði með liðinu í Meistaradeild Evrópu á síðustu leiktíð.

Kaupverðið er 9 milljónir punda en áður hafði Brighton fest kaup á markverðinum Jason Steele, rúmenska framherjanum Florin Andone og nígeríska landsliðsmanninum Leon Balogun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×