Körfubolti

Tryggvi kom ekki við sögu í fyrsta leik Toronto

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Tryggvi Snær Hlinason í leik með íslenska landsliðinu.
Tryggvi Snær Hlinason í leik með íslenska landsliðinu. Vísir/Getty

Tryggvi Snær Hlinason kom ekkert við sögu í fyrsta leik Toronto Raptors í sumardeild NBA. Toronto tapaði fyrir New Orleans Pelicans í fyrsta leik.

Tryggvi var valinn í 15 manna leikmannahóp Toronto í sumardeildinni eftir að hafa ekki verið valinn í nýliðavalinu í júní.

Toronto byrjaði leikinn betur og þó Toronto hafi náð að jafna og leikurinn verið mjög jafn í seinni hluta fyrsta leikhluta þá náði New Orleans ekki að komast yfir fyrr en ein mínúta var eftir af leikhlutanum.

New Orleans tók öll völd í öðrum leikhluta og munaði orðið tuttugu stigum á liðunum þegar flautað var til hálfleiks.

Toronto gekk illa að bæta sinn hlut og fór svo að leiknum lauk með 77-90 sigri Pelicans.

Næsti leikur Toronto er gegn Minnesota Timberwolves á sunnudag.

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.