Enski boltinn

West Ham að semja við Yarmolenko og Wilshere

Einar Sigurvinsson skrifar
Andriy Yarmolenko í leik með Dortmund.
Andriy Yarmolenko í leik með Dortmund. vísir/getty
Samkvæmt heimildum Sky Sports er enska úrvalsdeildarliðið West Ham að ganga frá félagaskiptum við Andriy Yarmolenko og Jack Wilshere.

Samningur Jack Wilshere við Arsenal rann út í sumar og fer hann því frítt til West Ham, en á tyrknesku meistararnir í Fenerbahce höfðu einnig sýnt mikinn áhuga á leikmanninum.

Talið er að Dortmund sé búið að samþykkja tilboð West Ham upp á 17,5 milljónir punda í Andriy Yarmolenko og hann sé á leið í læknisskoðun hjá félaginu.

Yarmolenko er 28 ára gamall kantmaður frá Úkraníu. Hann kom að 12 mörkum í 26 leikjum fyrir Dortmund á síðasta tímabili en lengst af lék hann með Dynamo Kyiv þar sem hann skoraði yfir 130 mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×