Viðskipti erlent

Samsung opnar stærstu símaverksmiðju heims

Atli Ísleifsson skrifar
Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, og Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, opnuðu verksmiðjuna í morgun.
Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, og Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, opnuðu verksmiðjuna í morgun. Vísir/Epa

Suður-kóreski tæknirisinn Samsung opnaði í morgun það sem fyrirtækið segir vera stærstu símaverksmiðju heims í Noida í Indlandi.

Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, og Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, opnuðu verksmiðjuna í morgun, en hana er að finna í úthverfi höfuðborgarinnar Nýju-Delí.

Fyrirtækið vonast að með þessu verði hægt að draga úr framleiðslukostnaði, en síðustu misserin hefur kostnaður við framleiðslu síma víða annars staðar aukist, meðal annars í Kína, Suður-Kóreu og Víetnam. Þetta kemur fram í frétt Reuters.

Samsung vonast einnig til að geta betur keppt við kínverska símaframleiðandann Xiaomi sem varð stærsta fyrirtækið á indverskum símamarkaði fyrr á árinu.

Reiknað er með að um 15 þúsund störf skapist í tengslum við opnun verksmiðjunnar.

Modi og ríkisstjórn hans hefur komið á tollum á innflutningi ákveðinna varahluta, sem notaðir eru við framleiðslu sína, með það að markmiði að gera Indland að helsta símaframleiðsluríki heims og þannig skapa ný störf.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MARL
1,63
42
800.143
TM
0,54
4
42.574
EIM
0
2
17.743
VIS
0
2
816

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-4,08
40
141.521
ORIGO
-2,92
7
31.747
FESTI
-1,78
7
122.200
HAGA
-1,17
17
266.649
REITIR
-1,12
8
128.105
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.