Fótbolti

Enn óvissa með Jóhann Berg

Tómas Þór Þórðarson í Kabardinka skrifar
Jóhann Berg Guðmundsson meiddist á móti Argentínu.
Jóhann Berg Guðmundsson meiddist á móti Argentínu. vísir/getty
Enn er óvíst og frekar tæpt að Jóhann Berg Guðmundsson verði með íslenska landsliðinu þegar að það mætir Nígeríu í Volgograd á föstudaginn. Hann reif vöðva og verið er að vinna í honum.

Blaðamannafundurinn er í beinni útsendingu hér.

Jóhann Berg þurfti frá að hverfa í seinni hálfleik í leiknum á móti Argentínu og var strax óttast að meiðslin væru svo alvarlega að hann myndi að minnsta kosti missa af leiknum á móti Nígeríu.

„Jóhann Berg reif vöðva þannig það er spurningamerki með hann en við erum að gera það sem við að við getum til að koma honum í stand. Allir aðrir eru klárir í slaginn,“ sagði Helgi Kolviðsson, aðstoðarlandsliðsþjálfari, á blaðamannafundi íslenska liðsins í morgun.

Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á FacebookTwitter og Instagram.


Tengdar fréttir

Svona var blaðamannafundurinn í Kabardinka

Vísir var með beina útsendingu og beina textalýsingu frá blaðamannafundi íslenska landsliðsins í Kabardinka þar sem Helgi Kolviðsson aðstoðarlandsliðsþjálfari sat fyrir svörum ásamt markverðinum Hannesi Þór Halldórssyni og framherjanum Alfreð Finnbogasyni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×