Enski boltinn

Wilshere yfirgefur Arsenal

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Wilshere þakkar fyrir sig
Wilshere þakkar fyrir sig vísir/getty
Jack Wilshere mun ekki leika með Arsenal á næsta tímabili en hann staðfesti það á samfélagsmiðlum í gærvköld að hann myndi yfirgefa félagið í lok júní þegar samningur hans rennur út.

Wilshere á nærri 200 leiki fyrir Arsenal og spilaði sinn fyrsta meistaraflokksleik fyrir liðið árið 2008. Hann var með samning á borðinu sem hann ætlaði að skrifa undir en hætti við það eftir fund með nýjum knattspyrnustjóra Unai Emery.

„Ég átti lítinn möguleika á öðru en að taka þessa ákvörðun með tilliti til fótboltans,“ sagði hinn 26 ára Wilshere á Instagram.

„Ég vildi vera hér áfram og ætlaði að skrifa undir samning sem fól í sér launalækkun til að sýna fram á skuldbindingu mína við félagið.“

„Eftir fund minn með nýja knattspyrnustjóranum þá varð mér hins vegar ljóst að þó samningurinn stæði enn til boða þá myndi ég ekki fá að spila mikið ef ég væri hér áfram. Ég vona að allir geti skilið það að ég þarf að spila fótbolta í hverri viku á þessum stað á mínum ferli.“

Wilshere hefur átt í erfiðleikum með meiðsli á ferlinum og var tímabilið 2016-17 á láni hjá Bournemouth. Hann mætti aftur á Emirates á síðasta tímabili og kom við sögu í 38 leikjum Arsenal. Hann komst þrátt fyrir það ekki í 23 manna lokahóp Englands á HM.

Thanks for the memories

A post shared by Jack Wilshere (@jackwilshere) on


Tengdar fréttir

Wilshere: Ég hefði átt að fara til Rússlands

Það hafa verið erfiðir dagar hjá mörgum knattspyrnumönnum upp á síðkastið enda verið að velja lokahópana fyrir HM. Englendingurinn Jack Wilshere fer ekki með til Rússlands og er svekktur.

Hart og Wilshere ekki á HM

Joe Hart og Jack Wilshere verða ekki í leikmannahópi enska landsliðsins á HM í sumar en hann ku hafa fengið þessar fréttir fyrr í vikunni. Þetta herma heimildir enskra miðla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×