Erlent

Bloomberg ætlar styrkja Demókrata um 8,7 milljarða

Sylvía Hall skrifar
Michael Bloomberg var borgarstjóri New York á árunum 2002-2013.
Michael Bloomberg var borgarstjóri New York á árunum 2002-2013. Vísir/Getty
Milljarðamætingurinn og fyrrum borgarstjórinn Michael Bloomberg ætlar að eyða 80 milljónum bandaríkjadala í kosningabaráttu Demókrata til fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Það nemur um 8,7 milljörðum króna. CNN greinir frá.

Bloomberg, sem var borgarstjóri New York frá 2002 til ársins 2013, er fyrrverandi meðlimur í bæði Repúblikanaflokknum og Demókrataflokknum. Hann var aldrei kjörinn fulltrúi sem Demókrati en náði kjöri sem borgarstjóri í framboði fyrir Repúblikana áður en hann sagði skilið við flokkinn árið 2007.

Með þessu mun Bloomberg verða einn stærsti styrktaraðili Demókrataflokksins í næstu kosningum, en í pistli á síðunni Bloomberg segir hann ástæðuna fyrir stuðningi við Demókrata vera að Repúblikunum hafi mistekist að stjórna í fulltrúadeildinni á síðustu tveimur árum.

Hann hefur undanfarin ár stutt frambjóðendur úr báðum flokkum sem hafa verið reiðubúnir til þess að vinna þvert á flokkslínur og óháð hagsmunaaðilum. Hann hefur ávallt verið ötull talsmaður breyttrar löggjafar um byssueign, en umhverfismál og málefni innflytjenda hafa einnig verið á meðal þess sem Bloomberg leggur mikla áherslu á. 



Hann segist vera ósammála báðum flokkum í mörgum efnum, en eftir að hafa fylgst með stjórnartíð Repúblikana í fulltrúadeildinni hafi hann tekið þá ákvörðun að styðja Demókrata til sigurs.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×