Fótbolti

Byrjunarliðið á móti Nígeríu: Jón Daði og Rúrik koma inn í 4-4-2

Tómas Þór Þórðarson í Volgograd skrifar
Rúrik Gíslason var ekki í EM-hópnum fyrir tveimur árum en byrjar nú annan leik Íslands á HM.
Rúrik Gíslason var ekki í EM-hópnum fyrir tveimur árum en byrjar nú annan leik Íslands á HM. vísir/getty
Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands, gerir tvær breytingar á byrjunarliðinu frá leiknum gegn Argentínu fyrir leikinn Nígeríu sem hefst á Volgograd Arena klukkan 18.00 að rússneskum tíma.

Rúrik Gíslason kemur inn á kantinn fyrir Jóhann Berg Guðmundsson sem er meiddur en Heimir var neyddur til að gera þá breytingu vegna meiðsla Jóhanns. Annars hefði hann byrjað. Rúrik var ekki í EM-hópnum fyrir tveimur árum en byrjar nú annan leik Íslands á HM.

Heimir fer í 4-4-2 í dag og fækkar miðjumönnum um einn. Emil Hallfreðsson sest á bekkinn og Jón Daði Böðvarsson kemur inn í framlínuna við hlið Alfreðs Finnbogasonar.

Fyrir tveimur árum á EM 2016 í Frakklandi byrjaði sama liðið alla fimm leikina enda voru Heimir og Lars þá í þeirri stöðu að enginn leikmaður meiddist og aðeins Alfreð Finnbogason fór í leikbann en hann var þá ekki byrjunarliðsmaður.

Ísland er með eitt stig í D-riðlinum en Nígería er án stiga eftir tap gegn Króatíu í fyrsta leik og því um risastóran leik að ræða fyrir bæði lið.

Beina textalýsingu Vísis frá leiknum þar sem verið er að hita upp fyrir leikinn má finna hér.

Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.


Tengdar fréttir

„Ísland hættir aldrei að koma mér á óvart“

Lars Lagerbäck, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands og núverandi landsliðsþjálfari Noregis, talar mjög vel um íslenska fótboltalandsliðið í viðtali við Independent í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×