Fótbolti

Obi Mikel ósáttur | ,,Skortur á fagmennsku“

Arnar Geir Halldórsson skrifar
John Obi Mikel eltir Rúrik í dag
John Obi Mikel eltir Rúrik í dag vísir/getty
John Obi Mikel, fyrirliði Nígeríu, skorar á Króata að hætta við fyrirætlanir sínar um að hvíla lykilmenn í lokaleik riðilsins gegn Íslandi.

Zlatko Dalic, landsliðsþjálfari Króatíu, gaf það út strax eftir 3-0 sigur á Argentínu í gær að hann myndi hvíla lykilmenn þegar þeir mæta Íslandi þar sem Króatía er búið að tryggja sér farseðil í 16-liða úrslit keppninnar.

Mikel var spurður út í þessi ummæli Dalic eftir sigurinn á Íslandi í dag.

„Ég held að það sé ekki rétta ákvörðunin í þessum aðstæðum. Þetta er risastór keppni og þú getur ekki hvílt menn. Þú átt ekki að gefa öðrum liðum betri möguleika á að komast áfram.“



„Þeir ættu að sýna af sér fagmennsku og spila sínu besta liði. Þetta er of stórt svið til að vera að hvíla leikmenn," segir Obi Mikel.

Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á FacebookTwitter og Instagram.




Tengdar fréttir

Króatar munu hvíla lykilmenn gegn Íslandi

Króatía er búið að tryggja sér farseðilinn í 16-liða úrslit á HM í Rússlandi þrátt fyrir að eiga eftir að leika einn leik í riðlinum, einmitt gegn Íslendingum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×