Fótbolti

Strákarnir okkar hlupu sex kílómetrum meira en Nígería

Henry Birgir Gunnarsson í Kabardinka skrifar
Byrjunarlið Íslands í leiknum í gær.
Byrjunarlið Íslands í leiknum í gær. vísir/vilhelm
Það er áhugavert að rýna í tölfræðina eftir leik Íslands og Nígeríu í gær en hún sýnir meðal annars að ekkert vantaði upp á vinnuframlag íslenska liðsins frekar en venjulega.

Þrátt fyrir mikinn hita, og á stundum hægan leik, þá hlupu strákarnir okkar mikið eða 106 kílómetra. Nígería endaði leikinn með slétta 100. Strákarnir hlupu kílómetra meira en í leiknum gegn Argentínu. Argentínumenn hlupu þá 101 kílómetra.

Okkar menn eru alla jafna ekki mikið með boltann en í gær var liðið með boltann 42 prósent af leiktímanum. Bæting um 14 prósent frá leiknum gegn Argentínu.

Nígería vann skotkeppnina 16-10 þó svo liðið hafi ekki átt eina marktilraun allan fyrri hálfleikinn. Í skotum sem hittu markið fóru leikar 4-3 fyrir Nígeríu. Það vantaði nefnilega ekki að okkar menn fengu færin í leiknum en því miður var það stöngin út að þessu sinni.

Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×