Fótbolti

Markvörðurinn sem strákarnir okkar sendu baráttukveðjur er á batavegi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Frábær tíðindi af Ikeme.
Frábær tíðindi af Ikeme. vísir/getty
Carl Ikeme, markvörður Wolves og nígeríska landsliðsins, er á batavegi, en hann hefur verið að berjast við krabbamein.

Nígeríumaðurinn hefur leikið yfir 200 leiki fyrir Nígeríu en hann hefur verið í herbúðum Wolves frá árinu 2003 en hann hefur þó verið lánaður til annarra félaga.

Ikeme hefur leikið tíu leiki fyrir landslið Nígeríu en hann var samherji Jóns Daða Böðvarssonar hjá Wolves í fyrra er Jón Daði lék með Wolves.

Strákarnir okkar sendu markverðinum baráttukveðjur á dögunum til markvarðarins þar sem þeir héldu á íslenskri landsliðstreyju með nafni og númeri Ikeme á bakinu.

Á Twitter-síðu sinni í dag greindi Ikeme frá því að hann væri á batavegi. Það væri þó enn hindranir sem hann ætti eftir að komast yfir en vonaðist til að ná fullum styrk sem fyrst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×