Erlent

Allir lögreglumenn bæjarins í haldi vegna morðs á frambjóðanda

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Lögregla að störfum í Mexíkó. Mynd tengist fréttinni ekki beint.
Lögregla að störfum í Mexíkó. Mynd tengist fréttinni ekki beint.

Allt lögreglulið mexíkóska bæjarins Ocampo er nú í haldi, grunað um að hafa átt þátt í morði á manni sem bauð sig fram sem bæjarstjóri í sveitarfélaginu.

Fernando Angeles Juarez var skotinn til bana af byssumönnum fyrir utan heimili sitt á þriðjudag. Rúmlega 100 stjórnmálamenn hafa verið myrtir undanfarið í Mexíkó en fyrir dyrum standa sveitarstjórnakosningar í landinu.

Yfirmaður öryggismála hjá sveitarfélaginu var grunaður um að hafa skipulagt morðið og þegar alríkislögreglumenn komu til að yfirheyra hann um helgina var þeim varnað inngöngu í bæinn af lögreglunni.

Þeir fóru þá á brott en komu aftur með liðsauka og handtóku alla lögreglumennina og öryggisstjórann einnig.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.