Erlent

Allir lögreglumenn bæjarins í haldi vegna morðs á frambjóðanda

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Lögregla að störfum í Mexíkó. Mynd tengist fréttinni ekki beint.
Lögregla að störfum í Mexíkó. Mynd tengist fréttinni ekki beint.
Allt lögreglulið mexíkóska bæjarins Ocampo er nú í haldi, grunað um að hafa átt þátt í morði á manni sem bauð sig fram sem bæjarstjóri í sveitarfélaginu.

Fernando Angeles Juarez var skotinn til bana af byssumönnum fyrir utan heimili sitt á þriðjudag. Rúmlega 100 stjórnmálamenn hafa verið myrtir undanfarið í Mexíkó en fyrir dyrum standa sveitarstjórnakosningar í landinu.

Yfirmaður öryggismála hjá sveitarfélaginu var grunaður um að hafa skipulagt morðið og þegar alríkislögreglumenn komu til að yfirheyra hann um helgina var þeim varnað inngöngu í bæinn af lögreglunni.

Þeir fóru þá á brott en komu aftur með liðsauka og handtóku alla lögreglumennina og öryggisstjórann einnig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×