Fótbolti

Andinn góður og breyta ekki neinu

Henry Birgir Gunnarsson í Rostov við Don skrifar
Frá glæsilegum blaðamannafundarsal dagsins.
Frá glæsilegum blaðamannafundarsal dagsins. vísir/vilhelm
Landsliðsþjálfarinn og landsliðsfyrirliðinn segja að liðið hafi ekki breytt neinu í aðdraganda leiksins gegn Króatíu. Það sem liðið geri milli leikja sé enn að virka.

„Við höldum bara okkar rútínu. Það skiptir mestu máli. Það skiptir ekki máli hvernig leikirnir fara. Við höldum okkar rútínu,“ segir Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari.

„Við höldum okkur við það sem virkar þar til það hættir að virka. Við gefum leikmönnum frí á daginn eins og áður. Andinn er því góður hjá okkur og rosa gaman hjá okkur með Sigga dúllu.“

Aron Einar Gunnarsson tók undir þessi orð þjálfarans.

„Eftir tapið í Finnlandi lentum við í því að þurfa að gíra okkur upp. Það gekk vel án þess að breyta neinu. Mönnum líður vel í rútínunni og það er undir okkur komið hvernig við komum í leikinn og gefum af okkur á vellinum.“

Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×