Erlent

Rann­sókn hafin á al­ræmdum kven­sjúk­dóma­lækni í Ástralíu

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Greint hefur verið frá því að læknirinn hafi framkvæmt ónauðsynlegar aðgerðir á konum sem og gert aðgerðir á konum án þeirra samþykkis.
Greint hefur verið frá því að læknirinn hafi framkvæmt ónauðsynlegar aðgerðir á konum sem og gert aðgerðir á konum án þeirra samþykkis. vísir/getty
Heilbrigðisyfirvöld í New South Wales hafa hafið rannsókn á kvensjúkdómalækninum Emil Shawky Gayed og störfum hans seinustu tvo áratugi. Undanfarið hefur fjöldi kvenna stigið fram og lýst þjáningum sínum eftir að hafa farið í aðgerð hjá Gayed.

Síðustu vikur hefur fjallað um mál Gayed í Guardian. Greint hefur verið frá því að hann hafi framkvæmt ónauðsynlegar aðgerðir á konum sem og gert aðgerðir á konum án þeirra samþykkis.

Þannig hefur Gayed fjarlægt æxlunarfæri úr konum án þess að fá hjá þeim samþykki fyrir því auk þess sem margar konur hafa lýst vondum fylgikvillum sem þær hafa glímt við eftir aðgerðir læknisins. Þá lést einn sjúklingur eftir að hafa farið í aðgerð hjá Gayed þar sem hann veitti henni ekki viðeigandi meðferð.

Í frétt Guardian um rannsókn yfirvalda segir að rannsóknin muni taka til gæða þeirrar heilbrigðisþjónustu sem Gayed veitti og öryggis sjúklinga hans, en læknirinn hefur starfað á fjórum almenningssjúkrahúsum í New South Wales síðan árið 1994.

Gayed hefur verið settur í bann frá því að starfa sem læknir næstu þrjú árin að minnsta kosti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×