Körfubolti

ÍR semur við króatískan bakvörð

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Borche Ilievski er þjálfari ÍR.
Borche Ilievski er þjálfari ÍR. vísir/andri marinó
Króatíski skotbakvörðurinn Mladen Pavlovic mun leika með ÍR í Dominos-deild karla á komandi leiktíð.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá körfuknattleiksdeild ÍR. Þar kemur fram að Mladen er 29 ára gamall og 193 sentimetrar á hæð. Hann hefur leikið á Spáni auk þess að hafa leikið í heimalandinu og víðar.

Ljóst er að þónokkrar breytingar verða á leikmannahópi ÍR fyrir næstu leiktíð. Sveinbjörn Claessen er hættur og Danero Thomas ákvað að ganga í raðir Tindastóls á dögunum. Þá er Kristinn Marinósson farinn heim í Hauka.

 

 


Tengdar fréttir

Danero Thomas í Tindastól

Danero Thomas hefur skrifað undir eins árs samning við bikarmeistara Tindastóls. Þetta kom fram í íþróttafréttum Stöðvar 2 en Stólarnir byrjaðir að safna liði fyrir næsta tímabil. Samningurinn er til eins árs.

Borche verður áfram í Breiðholtinu

Borche Ilievski mun halda áfram að þjálfa ÍR á komandi tímabili í Domino's deild karla. Guðmundur Óli Björgvinsson, formaður körfuknattleiksdeildar ÍR staðfesti þetta við Karfan.is fyrr í dag.

Kristinn snýr aftur heim

Kristinn Marinósson er farinn aftur heim og leikur með uppeldisfélaginu, Haukum, í Dominos-deildinni á næstu leiktíð. Karfan greinir frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×