Fótbolti

Trúði því varla þegar Messi sýndi honum fótinn sinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lionel Messi fagnar marki sínu. Borðinn var væntanlega á sínum stað.
Lionel Messi fagnar marki sínu. Borðinn var væntanlega á sínum stað. Vísir/Getty
Argentínskur blaðamaður fékk næstum því hjartaáfall í viðtalsherberginu eftir leik Argentínu og Nígeríu þegar hann var að taka viðtal við stórstjörnuna Lionel Messi.

Argentínumenn höfðu tryggt sér sæti í sextán liða úrslitunum með 2-1 sigri á Nígeríu þar sem Lionel Messi skoraði sitt fyrsta mark í heimsmeistarakeppninni.

Argentínska þjóðin þykir oft vera mjög hjátrúarfull og gott dæmi um það er gjöf til Lionel Messi sem einn argentínsku blaðamannanna færði Messi frá móður sinni.

Viðbrögð Messi hafa síðan vakið enn meiri athygli á gjöfinni og það var einmitt í viðtalsherberginu sem blaðamaðurinn Ramiro Pantorotto komst að hinu sanna.

Ramiro Pantorotto spurði Messi eftir leikinn hvort hann myndi eftir rauða borðanum sem hann færði honum frá móður sinni.

Rauður borði eins og þessi á að færa mönnum lukku og verja þá gegn óheppilegu áreiti eins og öfundsýki, hatri og öðrum slæmum hlutum.

Ramiro Pantorotto fékk síðan algjört sjokk þegar hann heyrði svar Messi en samskipti þeirra má sjá hér fyrir neðan. Þýðingin á samtalinu er síðan fyrir neðan.





Pantorotto: Í fyrsta leiknum þá gaf ég þér svolítið sem móðir mín sendi mér. Geymdir þú það eða hentir þú því?

Messi: Sjáðu (sýnir honum ökklann sinn).

Pantorotto: Í alvöru?

Messi: Í alvöru.

Pantorotto: Þú settir hann á fótinn þinn? Þú settir borðann á fótinn þinn?

Messi: Já, svo takk fyrir.

Pantorotto: Þú ert að láta mig fá hjartaáfall, í alvöru. Þú skoraðir með vinstri?

Messi: Nei, með þeim hægri

Pantorotto: Já þeim hægri. Það skiptir ekki öllu máli. (Messi yfirgefur viðtalið en Pantorotto horfir í myndavélina).

Pantorotto: Kæra mamma mín. Hann setti borðann þinn á fótinn sinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×