Umdeildum breytingum á fjármálakerfi Sviss líklegast hafnað Samúel Karl Ólason skrifar 10. júní 2018 10:57 Ólíklegt þykir að tillagan verði samþykkt en fyrstu tölur gefa í skyn að þrír fjórðu þeirra sem tóku þátt í atkvæðagreiðslunni hafi hafnað breytingunum. Vísir/Getty Svisslendingar ganga í dag til atkvæðagreiðslu um umdeilda tillögu um breytingar á fjármálakerfi landsins. Breytingarnar ganga út á að banna fjármálastofnunum að lána meiri peninga en þeir eiga innistæðu fyrir. Verði tillagan, sem gengur undir nafninu Vollgeld, samþykkt munu bankar ekki lengur geta búið peninga til, ef svo má að orði komast. Ólíklegt þykir að tillagan verði samþykkt en fyrstu tölur gefa í skyn að þrír fjórðu þeirra sem tóku þátt í atkvæðagreiðslunni hafi hafnað breytingunum. Atkvæðagreiðslan er til komin vegna þess að fleiri en hundrað þúsund manns skrifuðu undir að halda skyldi þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Samkvæmt svissneskum lögum eru öll málefni sem ná hundrað þúsund undirskriftum tekin fyrir í þjóðaratkvæðagreiðslum. Stuðningsmenn Vollgeld héldu því fram að breytingarnar myndu koma í veg fyrir bólumyndun í hagkerfi landsins. Seðlabanki landsins gæti stýrt fjármagni í umferð með mikilli nákvæmni. Ríkisstjórn Sviss og samtök fjármálafyrirtækja börðust þó gegn tillögunni af miklum krafti og sögðu hana geta lamað efnahag ríkisins. Mest lesið Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Neytendur eigi meira inni Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Svisslendingar ganga í dag til atkvæðagreiðslu um umdeilda tillögu um breytingar á fjármálakerfi landsins. Breytingarnar ganga út á að banna fjármálastofnunum að lána meiri peninga en þeir eiga innistæðu fyrir. Verði tillagan, sem gengur undir nafninu Vollgeld, samþykkt munu bankar ekki lengur geta búið peninga til, ef svo má að orði komast. Ólíklegt þykir að tillagan verði samþykkt en fyrstu tölur gefa í skyn að þrír fjórðu þeirra sem tóku þátt í atkvæðagreiðslunni hafi hafnað breytingunum. Atkvæðagreiðslan er til komin vegna þess að fleiri en hundrað þúsund manns skrifuðu undir að halda skyldi þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Samkvæmt svissneskum lögum eru öll málefni sem ná hundrað þúsund undirskriftum tekin fyrir í þjóðaratkvæðagreiðslum. Stuðningsmenn Vollgeld héldu því fram að breytingarnar myndu koma í veg fyrir bólumyndun í hagkerfi landsins. Seðlabanki landsins gæti stýrt fjármagni í umferð með mikilli nákvæmni. Ríkisstjórn Sviss og samtök fjármálafyrirtækja börðust þó gegn tillögunni af miklum krafti og sögðu hana geta lamað efnahag ríkisins.
Mest lesið Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Neytendur eigi meira inni Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira