Fótbolti

Chris Coleman á leið til Kína

Einar Sigurvinsson skrifar
Chris Coleman.
Chris Coleman. vísir/afp
Chris Coleman hefur verið ráðinn knattspyrnustjóri kínverska úrvalsdeildarliðsins Hebei China Fortune.

Hann tekur við af Manuel Pellegrini sem tók nýlega við stöðu knattspyrnustjóra hjá West Ham í ensku úrvalsdeildinni.

Chris Coleman var knattspyrnustjóri Fulham í fjögur ár en á síðasta Evrópumóti stýrði hans liði Wales alla leið í undanúrslit. Hans síðasta starf var sem knattspyrnustjóri Sunderland. Hann var rekinn þaðan eftir aðeins fimm mánuði í starfi, en Sunderland endaði í neðsta sæti Championship-deildarinnar.

Meðal leikmanna í Hebei China Fortune er fyrrum leikmaður Liverpool og Barcelona, Javier Mascherano. Liðið situr sem stendur í 10. sæti deildarinnar eftir 11 umferðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×