Körfubolti

Ingi Þór að snúa aftur í Vesturbæinn?

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Arftaki Finns?
Arftaki Finns? Vísir/Eyþór

KR-ingar hafa boðað til blaðamannafundar í hádeginu í dag. Tilefni fundarins er ráðning á nýjum þjálfara meistaraflokks karla en Finnur Freyr Stefánsson yfirgaf félagið á dögunum eftir að hafa unnið fimmta Íslandsmeistaratitilinn í röð.

Heimildir herma að Ingi Þór Steinþórsson sé að snúa aftur í Vesturbæinn en hann hefur þjálfað Snæfell undanfarin 9 ár. Ingi Þór hampaði einum Íslandsmeistaratitli í karlaflokki í Stykkishólmi og gerði kvennaliðið þrívegis að meisturum.

Hann þekkir vel til í Vesturbænum enda uppalinn KR-ingar. Hann stýrði KR til Íslandsmeistaratitils árið 2000 og var aðstoðarþjálfari Benedikts Guðmundssonar þegar KR varð meistari 2009.

Á fundinum verða einnig undirritaðir nýir samningar við leikmenn en fyrirliði KR á síðustu leiktíð, Brynjar Þór Björnsson hefur yfirgefið félagið auk þess sem reynsluboltinn Darri Hilmarsson verður ekki með KR á næstu leiktíð.


Tengdar fréttir

Brynjar Þór orðinn leikmaður Tindastóls

Fyrirliði Íslandsmeistara KR, Brynjar Þór Björnsson, mun ekki hjálpa KR að verja titilinn næsta vetur því hann hefur samið við helsta keppinaut KR, Tindastól.

Finnur Freyr hættur hjá KR

Fimmfaldir Íslandsmeistarar KR eru mjög óvænt í þjálfaraleit þar sem að Finnur Freyr Stefánsson er hættur að þjálfa liðið. Hann er búinn að gera liðið að Íslandsmeisturum fimm ár í röð.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.