Innlent

Nýr meirihluti í borginni kynntur til leiks

Margrét Helga Erlingsdóttir og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa
Það var glatt á hjalla í viðræðunum
Það var glatt á hjalla í viðræðunum Vísir/Vilhelm
Nýr borgarstjórnarmeirihluti Samfylkingarinnar, Vinstri Grænna, Pírata og Viðreisnar verður kynntur í „Lautinni“ við Fjölbrautaskólann í Breiðholti klukkan 10.30

Hér að neðan má sjá beina útsendingu frá blaðamannafundinum auk þess sem að þar að neðan verður með fylgst með fundinum í beinni textalýsingu. Útsending hefst um klukkan 10.25.

Viðræður flokkanna hófust síðasta dag maímánaðar og tóku tólf daga en Vísir greindi frá því nótt að samkomulag hefði tekist á milli flokkanna og í tilkynningu frá oddvitum þeirra sem barst í morgun segir að náðst hafi samkomulag um málefni, verkaskiptingu og stjórn borgarinnar á næsta kjörtímabili, sem kynnt verður á fundinum.


Tengdar fréttir

Vongóð um lendingu í byrjun næstu viku

Oddviti Vinstri Grænna er vongóð um að lending náist í meirihlutaviðræðum í Reykjavík í byrjun næstu viku. Áfram verður fundað um helgina, en oddviti Viðreisnar segir samstöðu ríkja um helstu málefni.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×