Innlent

Nýr meirihluti í borginni kynntur til leiks

Margrét Helga Erlingsdóttir og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa
Það var glatt á hjalla í viðræðunum
Það var glatt á hjalla í viðræðunum Vísir/Vilhelm

Nýr borgarstjórnarmeirihluti Samfylkingarinnar, Vinstri Grænna, Pírata og Viðreisnar verður kynntur í „Lautinni“ við Fjölbrautaskólann í Breiðholti klukkan 10.30

Hér að neðan má sjá beina útsendingu frá blaðamannafundinum auk þess sem að þar að neðan verður með fylgst með fundinum í beinni textalýsingu. Útsending hefst um klukkan 10.25.

Viðræður flokkanna hófust síðasta dag maímánaðar og tóku tólf daga en Vísir greindi frá því nótt að samkomulag hefði tekist á milli flokkanna og í tilkynningu frá oddvitum þeirra sem barst í morgun segir að náðst hafi samkomulag um málefni, verkaskiptingu og stjórn borgarinnar á næsta kjörtímabili, sem kynnt verður á fundinum.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.