Handbolti

Gunnar Steinn fer yfir sundið til Danmerkur

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Íslensku strákarnir í Kristianstad, Arnar Freyr Arnarsson, Ólafur Guðmundsson og Gunnar Steinn fagna titlinum í vor.
Íslensku strákarnir í Kristianstad, Arnar Freyr Arnarsson, Ólafur Guðmundsson og Gunnar Steinn fagna titlinum í vor. guðmundur svansson

Gunnar Steinn Jónsson hefur fært sig um set á Norðurlöndunum en hann samdi við danska liðið Ribe-Esbjerg. Hann var kynntur sem nýr leikmaður þeirra í dag.

Ribe-Esbjerg var í fallbaráttu í dönsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili en Kristianstad, félagið sem Gunnar Steinn er að yfirgefa, varð sænskur meistari. Nokkur félög á Íslandi vonuðust eftir því að krækja í Gunnar Stein.

„Ribe-Esbjerg er spennandi verkefni sem heillar mig. Liðið hefur mikla möguleika og Lars Walther á mikið verk fyrir höndum að búa til lið úr mörgum nýjum leikmönnum. Ég hlakka til að vinna með honum og öllum öðrum í liðinu,“ sagði Gunnar Steinn við heimasíðu félagsins.

Gunnar Steinn er uppalinn hjá Fjölni en hefur spilað fyrir HK Drott í Svíþjóð, Nantes í Frakklandi og Gummersbach í Þýskalandi. Hann skrifaði undir tveggja ára samning hjá danska félaginu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.