Innlent

Hafa náð saman um myndun meiri­hluta í Reykja­nes­bæ

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Á myndinni má sjá bæjarfulltrúa í Reykjanesbæ á komandi tímabili
Á myndinni má sjá bæjarfulltrúa í Reykjanesbæ á komandi tímabili Vísir/Gvendur

Samfylkingin, Framsóknarflokkurinn og Bein leið munu kynna nýtt meirihlutasamstarf flokkanna þriggja á morgun klukkan 12 í Duus Safnhúsum í Keflavík.

Verður málefnasamningur kynntur sem og skipting embætta í Bíósalnum en nýr meirihluti tekur við á bæjarstjórnarfundi þann 19. júní næstkomandi.

Flokkarnir þrír eru með sex manns í meirihluta bæjarstjórnar en á síðasta kjörtímabili voru Samfylkingin og Bein leið einnig í meirihluta en þá með Frjálsu afli. Ellefu fulltrúar eru í bæjarstjórn Reykjanesbæjar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.