Innlent

Ellefu sóttu um embætti forstjóra Sjúkratrygginga Íslands

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Heilbrigðisráðherra skipar í stöðuna til fimm ára.
Heilbrigðisráðherra skipar í stöðuna til fimm ára. Mynd/Velferðarráðuneytið

Ellefu sóttu um embætti forstjóra Sjúkratrygginga Íslands, SÍ, sem auglýst var laust til umsóknar 18. maí síðastliðinn, að því er fram kemur í tilkynningu frá Velferðarráðuneytinu. Heilbrigðisráðherra mun skipa í stöðuna frá 1. nóvember 2018 til fimm ára að fenginni tillögu stjórnar SÍ.

Umsóknarfrestur rann út 10. júní og eru umsækjendur um embættið eftirtaldir:

 • Berglind Ólafsdóttir, áfengis- og fíkniefnaráðgjafi
 • Guðrún Ingibjörg Gylfadóttir, formaður
 • Hrannar Björn Arnarsson, framkvæmdastjóri
 • Huld Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri
 • Ingunn Björnsdóttir, dósent
 • María Heimisdóttir, framkvæmdastjóri
 • Ragnar Magnús Gunnarsson, sviðsstjóri
 • Sigríður Haraldsdóttir, sviðsstjóri
 • Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, dósent
 • Þorvaldur Ingi Jónsson, þróunarstjóri
 • Þröstur Óskarsson, deildarstjóri
Núverandi forstjóri Sjúkratrygginga Íslands er Steingrímur Ari Arason en hann hefur gegnt embættinu síðan í nóvember 2008. Í lögum um sjúkratryggingar kemur fram að forstjóri SÍ skuli hafa lokið námi á háskólastigi og búa yfir rekstri af reynslu og stjórnun sem nýtist í starfi. Þá ber forstjóri ábyrgð á starfsemi stofnunarinnar og á því að rekstrarútgjöld og rekstrarafkoma sé í samræmi við fjárlög og að fjármunir séu nýttir á árangursríkan hátt.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.