Erlent

Óttast að ölvunarapp fyrir snjallsíma verði misnotað af níðingum

Gunnar Hrafn Jónsson skrifar
Er þetta fólk sótölvað eða bara óþolandi týpur? Uber ölvunarappið getur víst skorið úr um það.
Er þetta fólk sótölvað eða bara óþolandi týpur? Uber ölvunarappið getur víst skorið úr um það. Vísir/Getty

Bandaríska akstursþjónustan Uber hefur sótt um einkaleyfi á gervigreind sem getur metið hversu ölvað fólk er. Fyrirtækið segir að hugmyndin sé að gefa bílstjórum betri leið til að meta ölvunarástand farþega áður en haldið er af stað.

Aðrir benda hins vegar á að níðingar gætu nýtt sér sömu tækni til að sigta út ofurölvi fórnarlömb.

Gervigreindin er í formi snjallsímaforrits sem fylgist náið með hegðun notenda og verður fljótlega fær um að lesa í minnstu smáatriði til að greina breytt hegðunarmynstur tengd áfengisneyslu.

Uber hefur sætt gagnrýni fyrir að vernda viðskiptavini sína ekki nægilega fyrir ofbeldismönnum. Rúmlega 100 Uber ökumenn hafa verið sakaðir um nauðgun vestanhafs og 30 dæmdir en hafa skal í huga að fyrirtækið er með vel á aðra milljón ökumanna á sínum snærum þar í landi.

Talsmaður Uber segir að hugmyndin um ölvunarappið sé aðeins ein af mörgum leiðum sem fyrirtækið sé að skoða til að bæta öryggi bæði ökumanna og farþega.


Tengdar fréttir

Uber áfram til vandræða

Málefni leigubílaþjónustunnar hafa verið mikið til umræðu síðustu misseri eftir að Susan Fowler, fyrrverandi starfsmaður Uber, sakaði yfirmenn sína um kynferðislega áreitni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.