Handbolti

Sigurður Ingiberg snýr aftur í Garðabæinn

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Sigurður Ingiberg Ólafsson handsalar samninginn
Sigurður Ingiberg Ólafsson handsalar samninginn Stjarnan
Sigurður Ingiberg Ólafsson er genginn til liðs við Stjörnuna í Olís-deild karla en hann kemur til Garðabæjarliðsins frá Val. Sigurður gerir tveggja ára samning við Stjörnuna að því er fram kemur í tilkynningu frá handknattleiksdeild félagsins.

Sigurður Ingiberg er markvörður og varð meðal annars Íslandsmeistari með Val árið 2017. Hann hefur áður leikið með Stjörnunni en hann var á mála hjá félaginu 2013-2015.

Í tilkynningunni segir að Stjarnan vænti mikils af Sigurði sem muni mynda markvarðarpar með Sveinbirni Péturssyni á komandi leiktíð.

Stjarnan endaði í sjöunda sæti Olís deildarinnar á síðustu leiktíð og datt út í 8-liða úrslitum úrslitakeppninnar gegn Selfyssingum. Rúnar Sigtryggsson tók við stjórnartaumunum í kjölfarið en hann hefur þjálfað í Þýskalandi undanfarin ár.


Tengdar fréttir

Allir hjá félaginu þurfa núna að spýta í lófana

Eftir sex ára dvöl í Þýskalandi er Rúnar Sigtryggsson á heimleið og tekur við karlaliði Stjörnunnar. Hann segir að allir verði að róa í sömu átt í Garðabænum til að ná markmiðum félagsins. Hjá Stjörnunni hittir hann kunnugleg an

Rúnar tekur við Stjörnunni

Rúnar Sigtryggsson er nýr þjálfari Stjörnunnar í Olís deild karla en félagið tilkynnti um ráðningu hans í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×