Handbolti

Sigurður Ingiberg snýr aftur í Garðabæinn

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Sigurður Ingiberg Ólafsson handsalar samninginn
Sigurður Ingiberg Ólafsson handsalar samninginn Stjarnan

Sigurður Ingiberg Ólafsson er genginn til liðs við Stjörnuna í Olís-deild karla en hann kemur til Garðabæjarliðsins frá Val. Sigurður gerir tveggja ára samning við Stjörnuna að því er fram kemur í tilkynningu frá handknattleiksdeild félagsins.

Sigurður Ingiberg er markvörður og varð meðal annars Íslandsmeistari með Val árið 2017. Hann hefur áður leikið með Stjörnunni en hann var á mála hjá félaginu 2013-2015.

Í tilkynningunni segir að Stjarnan vænti mikils af Sigurði sem muni mynda markvarðarpar með Sveinbirni Péturssyni á komandi leiktíð.

Stjarnan endaði í sjöunda sæti Olís deildarinnar á síðustu leiktíð og datt út í 8-liða úrslitum úrslitakeppninnar gegn Selfyssingum. Rúnar Sigtryggsson tók við stjórnartaumunum í kjölfarið en hann hefur þjálfað í Þýskalandi undanfarin ár.


Tengdar fréttir

Allir hjá félaginu þurfa núna að spýta í lófana

Eftir sex ára dvöl í Þýskalandi er Rúnar Sigtryggsson á heimleið og tekur við karlaliði Stjörnunnar. Hann segir að allir verði að róa í sömu átt í Garðabænum til að ná markmiðum félagsins. Hjá Stjörnunni hittir hann kunnugleg an

Rúnar tekur við Stjörnunni

Rúnar Sigtryggsson er nýr þjálfari Stjörnunnar í Olís deild karla en félagið tilkynnti um ráðningu hans í dag.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.