Handbolti

Kristján hafði betur gegn Erlingi og er kominn á HM

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kristján og lærisveinar eru komnir á HM.
Kristján og lærisveinar eru komnir á HM. vísir/getty

Kristen Andrésson og lærisveinar hans í sænska landsliðinu í handbolta eru komnir á HM 2019 eftir 50-45 sigur samanlagt á Hollandi í tveimur leikjum.

Hollendingarnir unnu nokuð óvænt fyrri leikinn í Hollandi, 25-24, en Erlingur Richardsson, nýráðinn þjálfari ÍBV, er þjálfari hollenska landsliðsins.

Svíarnir voru þó í miklu stuði í kvöld og voru sjö mörkum yfir í hálfleik en unnu að lokum leikinn í kvöld með sex mörkum, 26-20. Leikið var í Kristianstad fyrir rúma fjögur þúsund áhorfendur.

Jerry Tollbring og Mattias Zachrisson skoruðu báðir sjö mörk fyrir Svía og Lukas Nilsson fjögur. Hjá Hollandi skoraði Kay Smits átta mörk.

Ungverjar rétt mörðu Slóvena í einvígi þeirra en samanlagt unnu Ungverjarnir með minnsta mun, 51-50. Ungverjar því komnir á HM.

Ungverjarnir unnu fyrri leikinn með fimm mörkum og töpuðu svo á heimavelli með fjórum mörkum í kvöld en það dugði til þess að komast á HM.

Makedónía er einnig komið á eftir eins marks tap í Rúmeníu í kvöld en samanlagt vann Makedónía sjö marka sigur, 57-50, í einvígi liðanna.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.