Erlent

Fullorðnir yngjast í Japan

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Hér má sjá japanska konu sem hefur klætt sig upp í tilefni tvítugsafmælisins.
Hér má sjá japanska konu sem hefur klætt sig upp í tilefni tvítugsafmælisins. Vísir/Getty

Japanir hafa lækkað sjálfræðisaldur í landinu í 18 ár. Áður hafði sá talist fullorðinn í Japan sem náð hefur 20 ára aldri. Breytingin mun taka gildi árið 2022 og mun meðal annars gera 18 ára Japönum kleift að ganga í hjónaband án samþykkis foreldra sinna.

Eins og er geta japanskir karlar gift sig 18 ára gamlir og japanskar stúlkur þegar þær eru 16 ára. Þau þurfa hins vegar fyrrnefnt samþykki frá foreldrum beggja.

Með breytingunum verður 18 ára gömlum Japönum einnig gert kleift að sækja um kreditkort og lán. Þá munu þeir að sama skapi geta sótt um vegabréf sem gildir í 10 ár. Þá mun japanskt transfólk geta hafið kynleiðréttingarferli við 18 ára aldur.

Áfengiskaupaaldurinn í Japan verður þó áfram 20 ár og geta því nýgift, 18 ára hjón ekki skálað löglega í sake í brúðkaupsveislunni. Þau mega ekki heldur kveikja sér í sígarettu eða stunda fjárhættuspil. Til þess þurfa þau að bíða í tvö ár í viðbót.

Þrjú ár eru síðan að Japanir lækkuð kosningaaldur úr 20 í 18 ár. Varð það til þess að kjósendum fjölgaði um 2,4 milljónir á einu bretti.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.