Fótbolti

HM byrjar í dag: Versti opnunarleikur sögunnar?

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Styttan sem allt snýst um
Styttan sem allt snýst um vísir/getty

Tuttugasta og fyrsta lokamót heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu hefst með leik Rússa og Sádi-Araba á Luzhniki leikvangnum í Moskvu í dag. Flautað verður til leiks klukkan 15:00 á íslenskum tíma og er þetta eini leikur dagsins á HM. 

Luzhniki rúmar 81.000 áhorfendur í sæti og er stærsti leikvangurinn sem leikið er á í keppninni. Þar fer einnig fram annar undanúrslitaleikurinn og svo sjálfur úrslitaleikurinn þann 15. júlí næstkomandi.

Það verður mikið um dýrðir í aðdraganda opnunarleiksins í Moskvu og á leikvangnum sjálfum fer fram opnunarhátíð þar sem Robbie Williams verður aðalnúmerið. Ríflega 500 dansarar og annað sviðslistafólk tekur þátt í atriðinu sem verður þó í styttri kantinum en reiknað er með að það hefjist hálftíma áður en flautað verður til leiks.

Rússland og Sádi-Arabía leika í A-riðli ásamt Úrugvæ og Egyptalandi en tvö síðarnefndu liðin eru talin líklegust til að komast áfram úr riðlakeppninni. Aðeins einu sinni hafa gestgjafar HM ekki komist upp úr riðlakeppninni en það gerðist árið 2010 þegar Suður-Afríka sat eftir.

Rússar eru í 70. sæti heimslistans, lægstir allra þátttökuþjóða á mótinu en næsta lið fyrir ofan þá er einmitt lið Sádi-Arabíu í 67.sæti. Hefur því verið fleygt að um sé að ræða versta opnunarleik í sögu lokakeppni HM.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.