Nýtt diskastell forsetahjónanna skapar illdeilur í Frakklandi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. júní 2018 16:30 Forsetahjúin í Frakklandi. Vísir/Getty Forsetahjónin í Frakklandi eru nú miðpunktur illdeilna í Frakklandi vegna ásakana um að forsetahöllinn sé að eyða háum fjárhæðum í nýtt diskastell fyrir höllina. Á sama tíma er forsetinn sagður hafa kvartað yfir háum fjárhæðum sem fara í franska velferðarkerfið. BBC greinir frá. Það var Brigitte Macron, forsetafrú Frakklands og eiginkona Emmanuel Macron, forseta Frakklands, sem valdi hið nýja stell. Samanstendur það af 1.200 hlutum og er sagt kosta 50 þúsund evrur, um sex milljónir króna.Þörfin fyrir endurnýjun diskastellsins er sögð vera mikil enda elstu hlutar þess taldir vera frá sjötta áratug síðustu aldar. Embættismenn segja mjög mikilvægt að endurnýja það sökum aldurs og að margir hlutar þess séu týndir.Í gegnum tíðina hefur postulínsverksmiðjan Sèvres framleitt diskastell fyrir forsetahöllina og á því verður engin breyting nú. Diskarnir eru sagðir vera mikil listaverk en mörgum þykir þeir þó vera dýrir og að ekki sé öll sagan sögð þegar kemur að verðinu á hinum handmáluðu diskum. „Endalaust“ af fjármunum í velferðarkerfið Hefur satírublaðið Le Canard enchaîné reiknað út að raunverulegur kostnaður diskanna sé um 400 evrur á disk, sem myndi tífalda verðið sem gefið hefur verið upp. Líklega væri þetta ekki mikið vandamál ef myndband af Macron að ræða um kostnaðinn við velferðarkerfið væri ekki í töluverðri dreifingu í Frakklandi. „Sjáið þið bara hvar við stöndum í velferðarmálum. Við setjum endalaust af pening í niðurgreiðslu og bætur og fólk er ennþá fátækt,“ heyrist Macton segja í myndbandinu, sem dreift var af samskiptastjóra Macron. Enn fremur segir hann að eitthvað þurfi að breytast svo fólk geti brotist út úr vítahring fátæktar.Le Président ? Toujours exigeant. Pas encore satisfait du discours qu'il prononcera demain au congrès de la Mutualité, il nous précise donc le brief ! Au boulot ! pic.twitter.com/2mjy1JmOVv— Sibeth Ndiaye (@SibNdiaye) June 12, 2018 Voru franskir Twitter-notendur fljótir að grípa ummæli Macron á lofti og setja í samhengi við umdeilda diskastell, líkt og sjá má hér að neðan. „Þú setur bílfarma af peningum í diskastell og fólk er enn ekki ánægt,“ segir í tístinu hér að neðan.On met un pognon de dingue dans la vaisselle et les gens ne sont pas contents #aidesSociales pic.twitter.com/36RqaRIimK— jmc (@nabotine974) June 13, 2018 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fleiri fréttir Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Sjá meira
Forsetahjónin í Frakklandi eru nú miðpunktur illdeilna í Frakklandi vegna ásakana um að forsetahöllinn sé að eyða háum fjárhæðum í nýtt diskastell fyrir höllina. Á sama tíma er forsetinn sagður hafa kvartað yfir háum fjárhæðum sem fara í franska velferðarkerfið. BBC greinir frá. Það var Brigitte Macron, forsetafrú Frakklands og eiginkona Emmanuel Macron, forseta Frakklands, sem valdi hið nýja stell. Samanstendur það af 1.200 hlutum og er sagt kosta 50 þúsund evrur, um sex milljónir króna.Þörfin fyrir endurnýjun diskastellsins er sögð vera mikil enda elstu hlutar þess taldir vera frá sjötta áratug síðustu aldar. Embættismenn segja mjög mikilvægt að endurnýja það sökum aldurs og að margir hlutar þess séu týndir.Í gegnum tíðina hefur postulínsverksmiðjan Sèvres framleitt diskastell fyrir forsetahöllina og á því verður engin breyting nú. Diskarnir eru sagðir vera mikil listaverk en mörgum þykir þeir þó vera dýrir og að ekki sé öll sagan sögð þegar kemur að verðinu á hinum handmáluðu diskum. „Endalaust“ af fjármunum í velferðarkerfið Hefur satírublaðið Le Canard enchaîné reiknað út að raunverulegur kostnaður diskanna sé um 400 evrur á disk, sem myndi tífalda verðið sem gefið hefur verið upp. Líklega væri þetta ekki mikið vandamál ef myndband af Macron að ræða um kostnaðinn við velferðarkerfið væri ekki í töluverðri dreifingu í Frakklandi. „Sjáið þið bara hvar við stöndum í velferðarmálum. Við setjum endalaust af pening í niðurgreiðslu og bætur og fólk er ennþá fátækt,“ heyrist Macton segja í myndbandinu, sem dreift var af samskiptastjóra Macron. Enn fremur segir hann að eitthvað þurfi að breytast svo fólk geti brotist út úr vítahring fátæktar.Le Président ? Toujours exigeant. Pas encore satisfait du discours qu'il prononcera demain au congrès de la Mutualité, il nous précise donc le brief ! Au boulot ! pic.twitter.com/2mjy1JmOVv— Sibeth Ndiaye (@SibNdiaye) June 12, 2018 Voru franskir Twitter-notendur fljótir að grípa ummæli Macron á lofti og setja í samhengi við umdeilda diskastell, líkt og sjá má hér að neðan. „Þú setur bílfarma af peningum í diskastell og fólk er enn ekki ánægt,“ segir í tístinu hér að neðan.On met un pognon de dingue dans la vaisselle et les gens ne sont pas contents #aidesSociales pic.twitter.com/36RqaRIimK— jmc (@nabotine974) June 13, 2018
Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fleiri fréttir Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Sjá meira