Lífið

Stigu regndans í Öskjuhlíðinni

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Á meðal þeirra listamanna sem komu fram voru rapparnir í Úlfur Úlfur.
Á meðal þeirra listamanna sem komu fram voru rapparnir í Úlfur Úlfur.
Um 2500 manns létu ekki rigninguna slá sig út af laginu í gærkvöldi og skelltu sér á Karnival í Öskjuhlíð.

Flestir mættu vel búnir í regnjökkum en gátu á köflum bundið þá um mittið þar sem veðurguðirinir voru eins og svo oft áður ekki sammála um hvort það ætti að rigna eða ekki.

Á meðal þeirra sem stigu á svið og héldu uppi stuðinu voru DJ Margeir, Daði Freyr, Bríet og Úlfur Úlfur.

Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum var góð stemning þar sem gestir á öllum aldri stigu regndans auk þess sem sjá mátti ýmsar furðuverur á ferð um skóginn.

Það var líf og fjör í Öskjuhlíðinni í gærkvöldi þrátt fyrir smá rigningu.
Sjá mátti alls konar furðuverur sem voru á stjá.
Það var ýmislegt skemmtilegt í boði fyrir börnin á Karnivalinu.
Það var margt um manninn og gestir létu veðrið ekki á sig fá.
Dularfullar furðuverur voru á ferð í skóginum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×