Íslenski boltinn

Víkingur og Óli Jó ná sáttum: „Margt hefði mátt kyrrt liggja“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ólafur er ávallt líflegur á hliðarlínunni.
Ólafur er ávallt líflegur á hliðarlínunni. vísir/eyþór
Víkingur og Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, hafa náð sáttum en miklar deilur hafa staðið á milli félagsins og fyrrum landsliðsþjálfarans undanfarnar vikur og mánuði.

Í viðtali fyrir Pepsi-deildina þetta sumarið ásakði Ólafur Völsung um að hafa tapað viljandi fyrir Víkingi sumarið 2013. Úrslitin urðu til þess að Víkingur fór upp um deild en Haukarnir, sem Ólafur stýrði á þeim tíma, sátu eftir með sárt ennið.

Víkingur kærði Ólaf fyrir ummæli en aganefnd KSÍ sektaði Val um hundrað þúsund krónur. Valur áfrýjaði þeirra sekt og var málið fellt niður. Ekki var því aðhafst meira í málinu.

Nú hafa aðilar málsins gengið að samningaborðinu og skilja alliir sáttir í leikslok en hér að neðan má sjá yfirlýsingu Val.

Yfirlýsing frá Val og Víking:

Að undanförnu hafa ásakanir gengið á milli Víkings og Ólafs Jóhannessonar í fjölmiðlum vegna leiks Víkings og Völsungs í deildarkeppni árið 2013.

Aðilar eru sammála um að margt af því sem fram hefur komið hefði mátt kyrrt liggja og ekki ástæða til þess að mál þróist með þeim hætti sem raun ber vitni.

Að frumkvæði þeirra knattspyrnufélaga sem í hlut eiga, hefur náðst full sátt í málinu á milli Ólafs Jóhannesson, Knattspyrnufélagsins Víkings og Knattspyrnufélagsins Vals og er málinu hér með lokið af hálfu allra aðila.


Tengdar fréttir

Valsmenn íhuga að áfrýja sekt KSÍ

Líklegt er að Valur muni áfrýja 100 þúsund króna sektinni sem KSÍ dæmdi félaginu vegna ummæla Ólafs Jóhannessonar í hlaðvarpsþættinum Návígi.

Áfrýjun Vals vegna ummæla Óla Jó skilaði árangri

Valur þarf ekki að greiða 100 þúsund krónur í sekt vegna ummæla Ólafs Jóhannessonar, þjálfara liðsins, í hlaðvarpsþættinum Návígi á Fótbolti.net en þeir greina fyrstir frá málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×