Fótbolti

24 ár síðan að HM-nýliðar náðu að skora svona snemma

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alfreð Finnbogason fagnar markinu sínu á 23. mínútu.
Alfreð Finnbogason fagnar markinu sínu á 23. mínútu. Vísir/Getty
Íslenska fótboltalandsliðið skoraði sitt fyrsta mark á HM eftir rétt tæplega 23 mínútur í leik sínum á móti Argentínu. Það þarf að fara næstum því aldarfjórðung aftur í tímann til að finna slíka byrjun hjá nýliðum á heimsmeistaramóti karla.

Mark Alfreðs Finnbogasonar kom eftir nákvæmlega 22 mínútur og 49 sekúndur en Argentínumenn höfðu komist yfir fjórum mínútum áður.

Nýliðar á HM hafa ekki skorað svona snemma í sínum fyrsta landsleik síðan að Rashidi Yekini skoraði fyrir Nígeríu á móti Búlgaríu á HM 1994.

Það muna margir eftir marki Rashidi Yekini enda fagnaði hann markinu sínu með því að hlaupa inn í markið og fagna með hendurnar í gegnum netið.







Íslensku strákarnir voru líka fljótari að skora í fyrsta leik á HM en í fyrsta leik á EM. Fyrsta mark Íslands á EM í Frakklandi 2016 skoraði Birkir Bjarnason eftir rúmlega 49 mínútna leik.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×