Fótbolti

Kári: Úrslit sem við höfðum trú á

Dagur Lárusson skrifar
Kári og Emil verjast Aguero.
Kári og Emil verjast Aguero. vísir/getty
Kári Árnason spilaði frábærlega í hjarta varnarinnar í jafntefli Íslands gegn Argentínu en hann sagði að strákarnir höfðu trú á þessum úrslitum allan tímann.

Alfreð Finnbogason jafnaði fyrir Ísland, nokkrum mínútum eftir að Sergio Aguero hafði komið Argentínu yfir en íslenska liðið þurfti að verjast mikið í seinni hálfleiknum.

„Heyrðu þetta voru bara úrslit sem við höfðum trú á allan tímann, það var smá stress þarna í byrjun og fyrir leik en við bara spiluðum þetta eins og við erum góðir í. Við notuðum skyndisóknir og langa bolta og sköpuðum usla og góð færi, betri færi í fyrri hálfleiknum.“

„Auðvitað fengu þeir vítaspyrnu í seinni en Hannes varði það á snilldarlegan hátt eins og honum einum er lagið.“

Kári var spurður út í það augnablik að spila á Heimsmeistaramótinu, sem er auðvitað nokkrum númerum stærra en Evrópumeistaramótið.

„Ég að við séum reynslunni ríkari og þetta var aldrei einhvern veginn svona alvöru að vera hérna, mér fannst einhvern veginn bara eins og við værum að fara í hvaða leik sem er. Á EM var þetta aðeins öðruvísi, þá varstu rosalega var um þetta. Núna vorum við reynslunni ríkari, höfum prófað að vera á stórmóti áður.“

Það varð augljóst í fyrri hálfleiknum að Argentínumennirnir voru orðnir pirraðir og tók Kári vel eftir því.

„Já alveg klárlega, Di Maria fór eitthvað í Jóa, og þeir eru bara pirraður frá 25. mínútu,“ sagði Kári Árnason.


Tengdar fréttir

Helgi: Ekkert í leik Argentínu sem kom á óvart

Ísland náði í stig í fyrsta leik sínum á HM þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Argentínu. Helgi Kolviðsson, aðstorðarlandsliðsþjálfari, sagði ekkert í leik Argentínumanna koma á óvart.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×