Fótbolti

Létt yfir Aroni á stærstu stund íslenskrar fótboltasögu

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Aron Einar var léttur fyrir leik
Aron Einar var léttur fyrir leik vísir/vilhelm
Aron Einar Gunnarsson leiddi íslenska landsliðið út á Spartak völlinn í Moskvu í dag fyrir fyrsta leik Íslands á HM í sögunni.

Fyrirliðinn var þó ekkert of stressaður yfir þessu öllu saman og var hinn rólegasti að spjalla við drenginn sem fylgdi honum út á völlinn.

Vilhem Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, náði þessari skemmtilegu mynd af Aroni Einari og drengnum að ræða saman á leiðinni út á völl.

Aron skipti svo um gír og skín einbeitingin úr augum fyrirliðans þegar byrjunarliði stillti sér upp fyrir hina hefðbundnu liðsmynd fyrir leik.

Ísland gerði 1-1 jafntefli við Argentínu í leiknum þar sem Alfreð Finnbogason jafnaði fyrir Ísland eftir að Sergio Agureo kom Argentínumönnum yfir.

vísir/vilhelm

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×