Fótbolti

Messi: „Við áttum skilið að vinna“

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Messi svolítið leiður.
Messi svolítið leiður. vísir/getty
Lionel Messi, fyrirliði argentíska landsliðsins, gat ekki leynt vonbrigðum sínum þegar hann ræddi við fjölmiðla eftir leikinn gegn Íslandi á viðtalssvæði blaðamanna á Spartak-vellinum í Moskvu í dag.

Hann sagði að hann finni til ábyrgðar vegna þess hvernig leikurinn fór, 1-1, en Messi klúðraði víti þegar Hannes Þór Halldórsson varði meistaralega frá honum.

Messi sagði að það hefði reynst Argentínumönnum erfitt að skapa sér eitthvað í leiknum.

„Vítaspyrnan hefði getað breytt leiknum og ég tek ábyrgð á því. Við erum rólegir, ekki áhyggjufullir,“ sagði Messi að því er fram kemur á argentíska vefnum La Nación.

„Það var erfitt fyrir okkur að brjótast í gegn. Það er ekki auðvelt þegar andstæðingurinn liggur svona aftarlega. Vítaspyrnan var sársaukafull og mér finnst ég bera ábyrgð. Við þurfum ekki að verða brjálaðir. Við áttum skilið að vinna, en við þurfum að bæta mikið í okkar leik. Núna þurfum við að vera rólegir.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×