Fótbolti

Varamenn Íslands fá hærri einkunn en efstu menn Argentínu

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Vítabaninn Hannes Þór er að sjálfsögðu efstur á lista
Vítabaninn Hannes Þór er að sjálfsögðu efstur á lista vísir/vilhelm
Lesendur BBC gáfu öllum leikmönnum íslenska liðsins, þar með talið varamönnum, hærri einkunn heldur en leikmönnum þess argentínska í kosningu sem stóð yfir á meðan leiknum stóð.

Hannes Þór Halldórsson var valinn maður leiksins, líkt og í einkunnagjöf Vísis, eftir frábæra frammistöðu þar sem hann varði vítaspyrnu frá Lionel Messi. Hann fékk 8,26 í einkunn en einkunnirnar eru reiknaðar sem meðaltal allra þeirra sem tóku þátt í kosningunni.

Sá leikmaður Argentínu sem fékk hæstu einkunnina var markaskorarinn Sergio Aguero. Hann fékk 6,73. Lægstir í íslenska liðinu voru varamennirnir Ari Freyr Skúlason og Rúrik Gíslason með 6,76. Munurinn er því kannski ekki mikill en staðreyndin þó sú að enginn Argentínumaður fékk betri einkunn en Íslendingur.

Markaskorari Íslands var næst hæstur með 8,02 og Gylfi Þór Sigurðsson fylgdi á eftir með 7,79. Lionel Messi fékk aðeins 5,06 og sá sem var lægstur allra var varamaðurinn Gonzalo Higuain.


Tengdar fréttir

Einkunnir Íslands: Hannes fær 10 og var maður leiksins

Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins, var maður leiksins að mati Vísis þegar Ísland gerði 1-1 jafntefli á móti Argentínu í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu í fótbolta í Rússlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×