Sport

„Kjöt í morgunmat“ lykillinn að velgengni strákanna að mati Mourinho

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Frá leik Íslands og Argentínu í dag. Ætli kjötið komi sér vel þegar stilla þarf upp í varnarvegg?
Frá leik Íslands og Argentínu í dag. Ætli kjötið komi sér vel þegar stilla þarf upp í varnarvegg? Vísir/Getty
José Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, telur sig hafa svipt hulunni af leyndarmálinu á bak við velgengni strákanna okkar í landsliðinu.

„Ég held að  þessir strákar frá Íslandi hafi borðað mikið af kjöti í morgunmat frá blautu barnsbeini,“ sagði Mourinho í viðtali við RT Sports í dag þar sem hann ræddi leik Íslands og Argentínu á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í dag. Leiknum lyktaði með jafntefli, 1-1.

Mourhino sagði íslensku leikmennina jafnframt alla gríðarlega sterka og í góðu formi. Ummæli portúgalska knattspyrnustjórans má horfa á hér að neðan.


Tengdar fréttir

Íslenskir strákar stórstjörnur í Moskvu

Fyrsta daginn vorum við ekki í treyjunum og þá var öllum sama um okkur. Daginn eftir fórum við í treyjurnar og þá vildu allir fá að taka mynd af okkur, bara hú,hú,hú, segir Andri Þór Þrastarson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×