Fótbolti

Særðir Nígeríumenn vilja gera betur gegn Íslandi: Króatar voru betra liðið

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Rohr á hliðarlínunni í kvöld
Rohr á hliðarlínunni í kvöld Vísir/Getty
Nígeríumenn eru næsti andstæðingur Íslands á HM í fótbolta. Nígería tapaði fyrir Króatíu í opnunarleik sínum í kvöld. Þjálfarinn Gernot Rohr var ósáttur með að tapa leiknum.

„Ég er virkilega vonsvikinn með það að tapa þessum leik,“ sagði Rohr eftir leikinn.

„Króatía var betra liðið. Við hefðum getað komið til baka í seinni hálfleik eftir góða byrjun en fengum vítaspyrnuna dæmda á okkur.“

Oghenekaro Etebo gerði sjálfsmark í fyrri hálfleik áður en William Troost-Ekong braut klaufalega á Mario Mandzukic í seinni hálfleik og gaf vítaspyrnu sem Luka Modric skoraði úr.

„Við erum ungt lið sem er að læra og ég vona að við gerum betur í næsta leik gegn Íslandi,“ sagði Gernot Rohr.

Ísland og Nígería mætast næsta föstudag, 22. júní, í Volgograd.


Tengdar fréttir

Króatar tylltu sér á toppinn

Króatar eru á toppi D-riðils okkar Íslendinga eftir sigur á Nígeríu í síðasta leik kvöldsins á HM í Rússlandi. Luka Modric skoraði úr vítaspyrnu og Oghenekaro Etebo gerði sjálfsmark.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×